Spurningakeppni: Kvikmyndabransinn gegn gagnrýnendum.

Stjörnubíó hefur hleypt af stokkunum kvikmyndaspurningakeppni í Gettu betur stílnum, þar sem fólk úr kvikmyndabransanum mætir sínum helsta fjanda, kvikmyndagagnrýnandanum. Í fyrsta þætti takast á Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari og aktívisti, og Tómas Valgeirsson, kvikmyndaspekúlant DV. Ætla mætti að atvinnukvikmyndaáhugamaðurinn Tómas ætti að sigra leikarann auðveldlega, en annað kom á daginn. Jóhannes er hafsjór af tilgangslausri þekkingu um kvikmyndasöguna, því sýnd veiði en ekki gefin. Í næstu viku verða það Þórarinn Þórarinsson, gagnrýnandi og Hafnkell Stefánsson, handritshöfundur, sem heyja orrustu. Að endingu verður svo krýndur kvikmyndaspekúlant Íslands. Stjörnubíó er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00. Gestgjafi þáttarins er Heiðar Sumarliðason, leikskáld og leikstjóri. Það er Te og kaffi sem býður upp á Stjörnubíó.

1041
27:38

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó