Fyrsta aftakan vegna mótmælanna

Fyrsta aftakan vegna mótmælanna í Íran fór fram í morgun þegar rúmlega tvítugur maður var hengdur. Mannréttindasamtök segja hann hafa hlotið dauðadóm í sýndarréttarhöldum og að alþjóðasamfélagið þurfi að bregðast við. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. Maðurinn sem var tekinn af lífi í morgun tók þátt í mótmælunum í lok september og var dæmdur fyrir svokallaðan "fjandskap gegn guði" og sakaður um að hafa stungið meðlim öryggissveitar. Tíu aðrir hafa verið dæmdir til dauða vegna þátttöku í mótmælunum og eru sagðir bíða refsingar.

42
00:43

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.