Hertar samkomutakmarkanir taka nú gildi

Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi nú í hádeginu. Nú mega að hámarki hundrað koma saman og virða skal tveggja metra regluna. Innanlandssmitum hefur fjölgað um ellefu frá í gær og eru nú alls fimmtíu í einangrun hér á landi með virkt smit covid-19. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að smituðum sé að fjölga vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum.

7
02:54

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.