Ísland í dag - „Mótlætið herðir börnin“

„Börn eiga að læra heima en mér finnst foreldrar vera of linir.“ Þetta er þróunin, segir Edda Júlía Helgadóttir kennari í Ártúnsskóla sem segir kennara vera meðvirka og hrædda við að styggja foreldra. „Smá mótlæti styrkir mann,“ segir Edda sem 17 ára greindist með krabbamein og missti hægri hendina. Það stoppaði hana þó ekki að gera allt sem hún vildi og hélt hún áfram að spila hand- og fótbolta, lærði að prjóna á ný og skrifa með vinstri en hún var rétthent. „Ég veit að ég mun stuða marga með skoðunum mínum, en eitthvað verður að breytast.“

7192
11:25

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.