Sandkorn - 6. þáttur: Lítill drengur með frómas í hausnum

Rauðir fánar eru alls staðar í lífi Anítu og félaga. Púslin eru hægt og bítandi farin að smella saman á meðan fleiri spurningar raðast upp. Grímur falla, kúli er tapað og verða ‘mömmukomplexar’ allsráðandi en á þessu stigi í sögunni verður ekki aftur snúið. Til að bæta gráu ofan á svart er ömurlegasta pizzukvöld allra tíma í vændum á heimili Elínar. Nú eru það eitraðir sjarmörar og vafasamir mömmustrákar sem koma rakleiðis til umræðu hjá Tómasi og Baldvini, auk þess hvernig meira er í Fríðu og Ragnar spunnið en áður bar að geta. Tómas telur tilvísanir í Alfred Hitchcock vera þarna nokkrar skýrar og kemst ekki hjá því að ræða fyndnu fjarvistarsönnunina og leiktakta Kolbeins Arnbjörnssonar. Baldvin segir frá földum konfektmolum sögunnar, „föndurpitsu“ og rifjar einnig upp hvernig ferlið gekk fyrir sig að skjóta sjónvarpsseríu þegar COVID-faraldurinn var nýfarinn að herja á heimsbyggðina.

4739
49:52

Vinsælt í flokknum Sandkorn

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.