Samfylkingin enn með forystuna

Samfylkingin sækir enn í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun og mælist nú með 27,2 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig tæpum tveimur prósentustigum og mælist með 18,4 prósent. Framsóknarflokkurinn er með 8,5 prósent, Viðreisn 9,2 og Miðflokkurinn mælist með svipað fylgi og í janúar eða 11,1 prósent. Níu prósent segjast styðja Pírata, 6,4 prósent Flokk fólksins en aðeins 5,9 prósent myndu kjósa Vinstri græn nú samkvæmt könnun Maskínu.

68
00:45

Vinsælt í flokknum Fréttir