Ísland í dag - Enginn blaðamaður óhultur gagnvart ofstæki Bandaríkjanna

Julian Assange berst nú við framsalskröfu til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um brot sem geta varðað við 175 ára fangelsi. Hann og blaðamannasamtökin Wikileaks birtu gögn sem komu yfirvöldum Bandaríkjanna illa og fyrir það er honum gefið að sök að hafa stundað njósnir. En hvers vegna eru ekki fleiri blaðamenn að mótmæla illri meðferð á Julian Assange? Við ræðum málið við Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks í Íslandi í dag.

941
12:03

Vinsælt í flokknum Ísland í dag