Gullregn - sýnishorn

Kvikmynd eftir Ragnar Bragason. Indíana býr í lítilli íbúð í Fellahverfinu í Breiðholti, þar sem hún lifir á bótum þótt hún sé alheilbrigð. Indíana er umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Í litlum garði við íbúðina hefur hún ræktað gullregn sem er hennar stolt og yndi. En dag einn er heimi hennar snúið á hvolft þegar maður frá umhverfisráðuneytinu bankar upp á og segir henni að öll erlend tré á Íslandi skuli fjarlægð. Framleiðendur: Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson. Meðframleiðandi: Beata Rzezniczek. Kvikmyndataka: Árni Filippusson. Tónlist: Mugison. Hljóðhönnun: Jacek Hamela. Búningahöfundur: Helga Rós V. Hannam. Aðalhlutverk: Sigrún Edda Björgvinsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrimur Ólafsson, Karolina Gruszka. Framleiðslufyrirtæki: Mystery Productions. Myndin er frumsýnd 10. janúar.

215
02:04

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir