Shinzo Abe lýsti yfir sigri í þingkosningunum í Japan í gær
Shinzo Abe lýsti yfir sigri í þingkosningunum í Japan í gær þegar flokkar ríkisstjórnar hans náðu meirihluta í efri deild japanska þjóðþingsins. Abe hefur því tryggt stöðu sína sem sá forsætisráðherra Japan sem lengst hefur setið í embætti. Japanir glíma við miklar áskoranir um þessar mundir en þar má nefna öldrun þjóðarinnar og viðkvæmar fríverslunarviðræður við Bandaríkin.