Sandkorn - 5. þáttur: Enn ein súpan

Varpað er ljósi á klassíska klisju í morðsögugeiranum sem byrjuð er að laumast inn í Svörtu sanda þegar tengingar við hundgamalt, dularfullt sakamál fara að birtast úr óvæntum áttum. Þá er aldeilis kannaður púlsinn á ástarmálum okkar fólks. Nú sitja allir helstu karakterar í súpunni, með salt í sári á meðan nokkrir þeirra slást um betri hamborgarann. Á rammpökkuðum klukkutíma ræða Tómas og Baldvin viðbrögð við þáttunum hingað til, óvænta boðið á Berlinale á meðan sjálfskipaðri sóttkví stóð og þetta helsta sem að baki liggur og mögulega framundan í framvindu seríunnar. Þá biður Tómas leikstjórann um sambandsráð á meðan leitast er eftir svörum um hvernig það var að skjóta nektarsenu með °360 snúningi á kameru. Einnig er komið inn á almennt upplýsingaflæði í handritsgerð, hið ósagða á skjánum og ólíku pörin í sviðsljósinu.

218
58:04

Vinsælt í flokknum Sandkorn

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.