Bíll í Vífilsstaðavatni

Jeppa var stolið í Kópavogi í nótt og honum ekið út á Vífilsstaðavatn, sem er ísi lagt, en með djúpu vatnslagi ofan á ísnum. Vatnselgurinn hefur sennilega bleytt rafkerfið þannig að bíllinn drap á sér og varð hans vart úti á vatninu um níuleytið í morgun, þar hann stóð hálfur upp úr. Kafarar slökkviliðsins fóru á vettvang til að kanna hvort einhver væri í bílnum, eða einhver í vatninu við hann, en svo reyndist ekki. Búið er að draga bílinn á land.

11865
02:19

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.