Leitin að upp­runanum - Hélt hún væri fyrsta barn for­eldra sinna

Kolbrún Sara Larsen kom fram í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra. Leitin að upprunanum er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

7858

Vinsælt í flokknum Leitin að upprunanum

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.