X16 - Formenn flokkanna

Síðasti kosningaþáttur Stöðvar 2 fyrir kosningar. Leiðtogar flokkanna; Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé. Katrín Jakobsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson sitja fyrir svörum um helstu átaka- og stefnumálin. Einnig er birt síðasta könnun fréttastofu fylgi flokkanna áður en kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi flokkanna í könnunum fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis sem og annarra könnunarfyrirtækja á undanförnum vikum, en stöðugt fleiri hafa gert upp hug sinn eftir því sem kjördagur nálgast. Í könnuninni koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013.

3533
1:10:54

Vinsælt í flokknum Kosningar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.