Völdu lífið fram yfir aukaverkanir af frekari krabbameinsmeðferðum

Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar sem glímir við krabbamein í heila, segir ungt fólk ekki hafa efni á krabbameinsmeðferðum. „Ég er að tala um fólk í blóma lífsins, með fjölskyldu og börn, eða í námi. Þetta fólk getur ekki greitt einhverjar milljónir í lækniskostnað. Þetta meikar ekki sens,“ útskýrir Kristín, en eiginmaður hennar hefur glímt við heilaæxli undanfarin tíu ár og hefur á þeim tíma undirgengist fjölda lyfjameðferða og 30 skipta geislameðferð. Ítarlega verður rætt við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30.

3239
00:28

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.