Einstakt myndband frá Suður-Afríku

„Ég vildi komast út í sólina og upplifa annað en það hefðbundna. Út frá því fékk ég hugmynd að verkefni. Ég talaði við styrktaraðilann minn og bar undir þá hugmyndina og við töldum hana vera virðisskapandi fyrir báða aðila,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson sem ákvað fyrr á árinu að skella sér til Suður-Afríku, nánar tiltekið til Cape Town. Hann pantaði sér strax flug og var farinn út viku síðar. Þegar hann ákvað að fara í þetta ferðalag hafði hann ekki gengið frá gistingu og í raun á leiðinni út í óvissuna. „Ég hefði svo sem getað farið hvert sem er en Cape Town varð fyrir valinu þar sem ég hafði verið að skoða það á þeim tíma. Borgin er einstaklega falleg og ég vissi að ég myndi hafa tækifæri þar til að ná í það myndefni sem mig langaði í.“

2906
04:37

Vinsælt í flokknum Illa farnir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.