Party Zone 95 - 20 ára útgáfuafmæli Party Zone 94

Áttundi þáttur Party Zone 95. Hér er 20 ára útgáfuafmæli geisladisksins PartyZone ´94 fagnað en hann kom út snemma árs 1995. Diskurinn var settur saman af Dj Grétari og Dj Margeiri sem voru heitustu plötusnúðar þess tíma á Tunglinu og Rósenberg. Í syrpunni fljóta einnig með 4-5 lög sem reynt var að fá á diskinn á sínum tíma. Diskurinn fór á toppinn á Íslenska breiðskífulistanum í mars þetta ár. Þema Party Zone 95 þáttanna er besta danstónlist sögunnar frá upphafi danstónlistarinnar til ársins 2010. Fyrsta föstudag í hverjum mánuði kemur nýr þáttur.

4914
1:52:30

Vinsælt í flokknum Party Zone

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.