Vala og Solla - Súkkulaði orkudrykkur

Hollustukokkurinn snjalli, Solla Eríks, og Vala Matt tóku upp nokkra góða matarþætti með snilldaruppskriftum Sollu. Það er hægt að gæða sér með góðri samvisku á þessum dúndurholla mat. Eins og öllu sem Solla býr til. Súkkulaði orkudrykkur Uppskrift fyrir 4: 2 teskeiðar bananar 5 teskeiðar kakóduft 120 gr kókosmjöl 200 gr möndlur 260 gr haframúslí Allt sett í blandara og þeytt saman. Ef blandarinn er ekki mjög kröftugur þá er ráð að setja fyrst banana og múslí og hræra saman. Setja svo restina í blandarann og hræra allt saman í lokin. Vatn er sett eftir smekk eftir því hvað þið viljið hafa drykkinn þykkan, gott að nota klaka með. Njótið svo vel, því hér er hollt sælgæti á ferð!

8305
02:49

Næst í spilun: Vala og Solla

Vinsælt í flokknum Vala og Solla

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.