Múslimarnir okkar - Sýnishorn

Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr.

6346
00:49

Vinsælt í flokknum Múslimarnir okkar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.