AsíAfríkA - Brimbretti á Balí

Balí er hrikalega falleg eldfjallaeyja sem býður upp á allt það besta sem hægt er að óska sér fyrir gott frí í sólinni. Eins og til dæmis frábærar strendur og ódýrt verðlag. Balí býður einnig upp á frábærar aðstæður til brimbrettaiðkunar. Frosti og Diddi skráðu sig á námskeið hjá Lapoint Surfcamp, í þorpinu Canguu sem er rólegur og fallegur strandbær á vesturströnd eyjunnar. Þarna dvöldu þeir í tæpa viku ásamt nokkrum öðrum skandínavískum ungmennum og gerðu sitt besta til þess að ná tökum á þessari skemmtilegu og mjög krefjandi íþrótt.

2931

Vinsælt í flokknum AsíAfríka

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.