Party Zone ´95

Þemað í fyrsta sérþætti Party Zone er dansárið mikla 1995. Árið sem þátturinn er skírður í höfuðið á. Þetta er árið sem Party Zone gaf út safndiskinn PartyZone ´95 og hann sat á toppi íslenska breiðskífulistans í 3 vikur öllum poppurum bæjarins til mikillar furðu. Þetta er sömuleiðis árið sem útíhátiðin Uxi´95 var haldin og við í þættinum héldum 5 ára afmæli (héldum vð við værum orðnir fáraánlega gamlir) PartyZone á Tunglinu. Þar komu fram Masters at Work, Kenny Dope Gonzales og Little Louie Vega. Við vonum að þessi þáttur eigi eftir að vekja lukku og góða stemmingu. Þáttur númer tvö verður síðan 6.desember og þá er ætlunin að fá engann annan en DJ Grétar til að setja saman mix.

10026
1:35:50

Vinsælt í flokknum Party Zone

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.