Nýjar stjörnur á ísnum

Síbíl frá Torfastöðum sló í gegn á Ís-landsmótinu á Svínavatni sem fram fór um liðna helgi og vann bæði B-flokk og töltkeppnina. Þarna er greinilega upprennandi stjarna á ferð. Knapi á Síbíl var Hans Þór Hilmarsson sem segir hryssuna magnaðan gæðing. Síbíl er ræktuð af og í eigu Ólafs og Drífu á Torfastöðum. Hér má sjá myndbrot af Síbíl frá Torfastöðum Í A-flokki sigraði önnur stórglæsileg hryssa Þyrla frá Eyri í Borgarfirði setin af Tryggva Björnssyni. Þyrla er í eigu Eline Manon Schrijver, sem hefur þjálfað hana, og Jóns Gíslasonar á Hofi í Húnavatnssýslu. Stemning á Svínavatnsmótinu var frábær og margar sýningar algert úrval. Sýnt verður frá keppninni á Stöð 2 Sport.

12463
01:36

Vinsælt í flokknum Hestar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.