Heilsugengið - Lukka aflýsti hjartaaðgerð og læknaði sig sjálf

Ofurkonurnar Lukka á veitingastaðnum Happ og Guðný Pálsdóttir verða í næsta þætti af Heilsugenginu á morgun, 20.febrúar. Lukka segir frá magnaðri reynslu, en hún fékk snert af hjartaáfalli og læknaði sig sjálf með breyttu mataræði og lífsstíl áður en til hjartaaðgerðar kom. Guðný Pálsdóttir gekk of nærri sér og hné niður af miklu vinnuálagi og streitu. Þorbjörg næringarþerapisti gefur Guðnýju nokkur góð ráð til þess að hún nái sér aftur á strik. Solla Eiríks býr til lygilega góðan hafragraut fyrir Guðnýju sem einnig er hægt að taka með sér í vinnuna og narta í yfir daginn. Guðný trúði ekki sínum bragðlaukum þegar hún smakkaði grautinn því hún þolir ekki hafragrauta, en þessi var eins og desert.

6457
00:30

Vinsælt í flokknum Matur

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.