STÓRU MÁLIN - Vilja tvískipt lögheimili

Hópur barna á Íslandi býr á tveimur heimilum, þar sem foreldrar þeirra eru með sameiginlega forsjá og ala börnin upp saman á tveimur stöðum. Hins vegar er aðeins hægt skrá eitt lögheimili barns og ýmis þjónusta mennta- og velferðarkerfisins miðast við lögheimili barnsins. Það foreldri sem er með lögheimili barns nýtur einnig ýmissa réttinda innan kerfisins, fær t.a.m. hærri námslán, barnabætur o.fl. Björt framtíð lagði nýverið fram þingsályktunartillögu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Stóru málin ræddu við Ragnar Heiðar Ragnarsson og Brynju Guðrúnu Eiríksdóttir sem eiga saman dreng og hafa alið hann upp saman á tveimur heimilum. Sonur þeirra er í dag skráður með lögheimili hjá Ragnari en þau vilja eiga kost á því að vera bæði skráð með lögheimili drengsins.

20518
06:48

Vinsælt í flokknum Kosningar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.