Jesús var mikið að kyssa karlmenn

Jón Gnarr segir hugmyndina um Jesús sem homma ekki vera nýja af nálinni en hann fagnar viðbrögðum við vangaveltunni. Hann segist hafa skilning á guðlasts pælingum fólks í því sambandi en segist sjálfur ekki geta trúað á neina yfirnáttúru. Þrátt fyrir að hafa reynt. Jón segir samkynhneigða hafa veitt sér innblástur í listsköpun sinni og að hann hafi alltaf getað samsvarað sér mikið með hinsegin fólki. Hann hafnar hómófóbíu sem sjúkdómsskilgreiningu og segir hana einungis vera meðvirkni með vitleysingum. Jón hefur lagt fram tillögu fyrir borgarráð um að borgin slíti sambandi við Moskvu og leggur hann mikla áherslu á mikilvægi þess að sú tillaga gangi í gegn. Jón Gnarr lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta í Gleðigönguna í dag.

22967
19:26

Vinsælt í flokknum Harmageddon