RS - Partýréttur frá Rósu Guðbjartsdóttur.

Rósa Guðbjartsdóttir var að gefa út Partýréttabókina. Hún deildi eftirfarandi uppskrift með hlustendum: Kanilkryddaðir kjúkingavængir Kanilduft er kannski ekki algengt þegar kjöt er kryddað en það gefur mjög sérstakt og gott bragð. Kanilkryddlögurinn sem hér er gefin uppskrift að er vel þess virði að prófa. Vængirnir verða sérlega meyrir og ljúffengir. kjúklingavængir 10 kjúklingavængir 2 hvítlauksrif, marin 2 msk engifer, rifið 4 msk sojasósa 4 tsk kanilduft 4 msk hunang 1 tsk salt. Blandið hvítlauk, engiferi, sojasósu, kanildufti, hunangi og salti vel saman og veltið kjúklingavængjunum upp úr leginum. Látið vængina liggja í leginum í kæli í að minnsta kosti 1. klst. og hrærið í blöndunni annað slagið. Grillið við háan hita í 15-20 mínútur og snúið vængjunum nokkrum sinnum á meðan á eldun stendur. Einnig er gott að baka vængina í eldföstu móti í ofni í um 25-30 mínútur við 220 gráður.

2035
09:15

Vinsælt í flokknum Reykjavík síðdegis

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.