Meistarakokkur Íslands - Ert þú meistarakokkur?

Skráning í íslenska útgáfu af MasterChef er hafin á Stod2.is og er 1 milljón króna í verðlaunafé. Allir áhuga- og ástríðukokkar eru hvattir til að skrá sig til leiks. Dómnefnd skipa þau Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskokkur, Eyþór Rúnarsson, kokkur á Nauthól, og Ólafur Örn Ólafsson, yfirþjónn á Hótel Marína.

Tökur hefjast í ágúst en þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 í lok árs. Meistarakokkur Íslands verður níu þátta sería sem byrjar á vinnubúðum fyrir stóran hluta umsækjenda. Af þeim verða svo 30 manns boðið í að mæta með tilbúinn rétt fyrir dómnefndina í áheyrendaprufum. Af þessum 30 manna hóp komast svo átta í úrslit en þá hefst útsláttur. Að lokum standa svo tveir eftir í úrslitaþættinum.

Skráning í þáttinn er hafin hér á Stod2.is.

10252
00:34

Vinsælt í flokknum Stöð 2

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.