Pepsi-mörkin extra: Kjartan Henry kennir Hjörvari hvernig á að taka víti

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti leikmaður Pepsideildar karla að loknum þremur umferðum. Framherjinn úr KR skoraði þrennu í 3-2 sigri gegn ÍBV í síðustu umferð og öll mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum. Hann er sá fyrsti sem nær slíkri þrennu í efstu deild. Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport brá sér í Frostaskjólið og fékk Kjartan til þess að fara yfir það hvernig best er að taka vítaspyrnur.

5442

Vinsælt í flokknum Fótbolti

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.