Ómar Úlfur - Silversun Pickups vilja ólm spila á Íslandi

Hljómsveitin Silversun Pickups gaf í dag út sína sjöttu plötu, Physical Thrills. Brian Aubert söngvari sveitarinnar var á línunni frá Los Angeles. Brian talaði hlýlega um Ísland, hefur komið hérna í frí og vill ólmur koma og spila helst með hljómsveitinni Wilco sem að spilar nokkra tónleika í Hörpu í apríl á næsta ári. Upptökustjórinn Butch Vig sem að styrði m.a upptökum á Nevermind með Nirvana tók upp nýju plötuna. Brian segir hann vera part af fjölskyldunni eftir samstarfið. Hægt er að hlusta á Physical Thrills á öllum streymisveitum og smáskífurnar eru auðvitað í spilun á X-977.

192
23:08

Vinsælt í flokknum Ómar Úlfur

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.