„Ég er ekki hræddur við unglinga, ég bara fyrirlít þá.“

Það var mikil 90s unglingaveisla í Stjörnubíói um helgina þegar Heiðar Sumarliðason tók á móti Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og Siggu Clausen í fiskabúri X977. Útgangspunktur umræðunnar voru tveir glænýir þættir: hinir frábæru norður írsku Derry Girls (Netflix) og BH90210 (Sjónvarp Símans), þar sem leikararnir úr Beverly Hills 90210 leika ýktar útgáfur af sjálfum sér. Nostalgían fékk því að leika lausum hala í Stjörnubíói: Ash í Laugardalshöllinni, Hafgúan í barnatímanum, Pikktíví á Popptíví, Joe Mangel í Nágrönnum og hversvegna eru Bravo og Hustler enn til sölu í bókabúðum á Íslandi? Stjörnubíó er í boði Te og kaffi.

440
56:46

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.