Ísland í dag - Dásamleg borgarferð í Reykjavík

Hvert getum við ferðast innanlands í sumar? Flestir spá nú í hvert á að fara. Og nú er farin af stað herferðin Sumarborgin Reykjavík sem sýnir okkur að við getum ferðast í borginni og upplifað ævintýri. Vala Matt fór í leiðangur í miðborgina og ræddi við þær Björgu Jónsdóttur og Línu Þórarinsdóttur sem sögðu okkur frá ævintýralegum hlutum sem borgin býður uppá í sumar. Svo fór Vala í sælkeraleiðangur og skoðaði nokkra veitingastaði sem bjóða uppá spennandi sælkerarétti sem má njóta saman á stefnumótum eða í vinahópum. Þar ræddi hún við athafnakonuna Bergdísi Örlygsdóttur sem hefur alveg slegið í gegn ásamt manni sínum Bento á nokkrum af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar. En Bergdís kynntist veitinga og athafnamanninum Bento hér á landi fyrir 23 árum og þau urðu ástfangin og þau hafa síðan verið saman og unnið saman meira og minna allan sólarhringinn og búið til ævintýri í veitingageiranum, meðal annars á Apotekinu. Og svo hitti Vala súperkokkinn unga Erlu Þóru Bergmann Pálmadóttur á veitingastaðnum Fjallkonunni, en hún byrjaði 14 ára að vinna á veitingastað og vissi strax að það starf var hennar ástríða og nú galdrar hún fram ævintýralega rétti sem gaman er að prófa.

2553
12:38

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.