Hulda Birna: Veðurspár ónákvæmari á veirutímum

Hulda Birna Baldursdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, spjallaði við Hvata í þættinum Helgin á Bylgjunni um mikilvægi opinna gagna, í tengslum við svokallað gagnaþon sem fer fram 12. - 19. ágúst næstkomandi. Hulda kallaði eftir að konur myndu skrá sig. Gagnaþon fyrir umhverfið er yfirskrift nýsköpunarkeppninnar þar sem áhersla er lögð á þróun lausna sem gagnast umhverfinu, í samræmi við nýsköpunarstefnu Íslands. Hulda nefndi sem dæmi að veðurspár séu ekki eins nákvæmar og fyrir heimsfaraldur vegna minni flugumferðar, en veðurgögn úr háloftunum eru mikilvæg í þessu sambandi.

47
07:41

Næst í spilun: Helgin með Hvata

Vinsælt í flokknum Helgin með Hvata

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.