Pétur Guðmundsson með Sölva Tryggva

Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Pétur, sem var mikill útivistargarpur, lamaðist í slysi í Austurríki fyrir 10 árum. Hann neitaði að gefast upp, þrátt fyrir að læknar hafi sagt honum að hann myndi aldrei geta staðið upp aftur. Stóra áfallið hjá Pétri var ekki slysið sjálft, heldur þegar hann áttaði sig á því 2-3 árum síðar að hann hefði verið í harkalegri afneitun. Eftir margra ára sjálfsvinnu er hann kominn á stað þar sem hann vinnur nú við að hjálpa fólki. Í þættinum ræða Sölvi og Pétur um slysið, listina við að gefast ekki upp, hugvíkkandi efni og margt fleira. Hægt er að horfa á allan þáttinn hér.

344
20:19

Vinsælt í flokknum Podcast með Sölva Tryggva