J.J. Abrams þarf að leysa rembihnúta bundna af Rian Johnson

Síðasta stiklan úr Star Wars: The Rise of Skywalker kom nýverið fyrir augu almennings. Krakkarnir í Stjörnubíói tóku hana fyrir í síðasta þætti. Hér er hægt að heyra álit, vonir og ótta þeirra varðandi lokahnikk Skywalkersögunnar. Í lok hljóðbrotsins má hlýða á Jóhannesar Hauks hornið, en Jói er nú að leika í kvikmynd með ofbeldismanninum Mark Wahlberg og því ástæða til að hafa auga með honum. Stjörnubíókrakkar vikunnar eru blaðamaðurinn Tómas Valgeirsson og leikarinn Bragi Árnason. Fóstra þeirra er að vanda Heiðar Sumarliðason. Te og kaffi býður upp á Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.

354
16:29

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.