San Paolo leikvangur Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu heyrir nú sögunni til
San Paolo leikvangur Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu heyrir nú sögunni til, félagið staðfesti í gær nýtt nafn leikvangsins, Diego Armando Maradona í höfuðið á knattspyrnugoðsögninni Maradona sem lést þann 25 nóvember sl. Maradona sem var einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar var einnig goðsögn hjá Napoli, hann með félaginu í alls sjö ár og gerði þá að ítölskum meisturum árið 1987 og 1990.