„Hvorki konur né karlar vilja sjá typpi á skjánum.“

Gamanþátturinn The Righteous Gemstones hóf göngu sína á HBO fyrir rúmri viku. Þar er leikarinn Danny McBride allt í öllu, sem höfundur, leikstjóri og aðalleikari. McBride er þekktur fyrir að ganga langt, það sama er uppi á teningnum í þessari þáttaröð um siðspillta predikara. Meðal annarra leikara í þáttunum eru John Goodman, Adam Devine og Edi Patterson. Karlmannslimur er stór hluti af einum brandara þáttarins, en Heiðar Sumarliðason, gestgjafi Stjörnubíós, telur að hvorki karlar né konur hafi áhuga á að sjá typpi á sjónvarpsskjánum. Þær vangaveltur og fleira má heyra í innslaginu hér að ofan, þar sem Heiðar ræðir fyrsta þátt seríunnar við Siggu Clausen og Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur. Rúsínan í pylsuendanum er svo smá góðgæti frá Genesis. Stjörnubíó er á dagskrá alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977 í boði Te og kaffi.

660
23:17

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.