All time lið Grindavíkur, BLE bræður í Skagafjörð og það verður úrslitakeppnis-Vorkvöld í Vesturbænum.

BLE bræður voru í fáránlegu stuði þennan fimmtudaginn. Fyrstu hálftíman fóru þeir yfir úrslitakeppni neðri deildanna og NBA deildina. Mun Sá Slæmi verða dósaður eins og allir aðrir í vetur eða verður þetta 2007 Patriots tímabil hjá Dósinni og Ármann? Fengu svo til sín frábæran gest til þess að velja besta Grindavíkurlið sögunnar, sjálfan Egil Birgisson. Fimm leikstöður, sjötti maður, handklæðaveifari og þjálfari. Hverja velur hann? Svo var vaðið í Subwaydeild karla með Agli. BLE bræður eru á leiðinni á Krókinn í playoffs, Eru Njarðvík of gamlir? Valsmenn of leiðinlegir? Mun Hjalti í Keflavík láta besta leikmanninn sinn fá boltann og munum við ekki örugglega fá úrslitakeppnisbolta á Meistaravelli?

869
1:49:25

Vinsælt í flokknum Boltinn lýgur ekki

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.