Ísland í dag - Báðir synirnir með ólæknandi sjúkdóm

Fyrir tíu árum hittum við ungt par sem var þá nýbúið að fá þær fréttir að báðir synir þeirra væru með ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm. Sjúkdómnum fylgja skertar lífslíkur og þeim var tjáð að allar líkur væru á að drengirnir þyrftu báðir að nota hjólastól að tíu árum liðnum, en þeir voru þá 2 og 3 ára. En staðan í dag er allt önnur og drengirnir fara flestra sinna ferða gangandi. Foreldrar þeirra þakka það þátttöku í tilraunarannsókn í Kanada, en þar fá drengirnir að prófa lyf sem vonað er að hægi á framgangi sjúkdómsins. Þátttakan hefur þó kostað fórnir enda þurfti fjölskyldan að mæta vikulega til Kanada á tímabili.

14319
12:58

Vinsælt í flokknum Ísland í dag