Ólafur Ragnar sískrifandi í faraldrinum

Í dag kom út bókin Rætur, Á æskuslóðum minninga og mótunar, eftir Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands. Hann sat ekki auðum höndum þegar kórónuveirufaraldurinn stöðvaði meira og minna ferðlög hans um heiminn fyrir hönd Hringborðs norðurslóða. Hann hefur skilað af sér tveimur bókum á tæpu ári því í fyrra kom út bók hans Sögur handa Kára en bækurnar handskrifaði hann á morgnana samhliða því að undirbúa þing Hringborðs norðurslóða í Hörpu fyrr í þessum mánuði. Hann hefur einnig lesið báðar bækurnar inn á Storytel og fleiri sagnaveitur. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Ólaf Ragnar í tilefni útgáfu nýju bókarinnar.

761
11:04

Vinsælt í flokknum Fréttir