Pólska samfélagið í sárum

Fjöldi fólks sótti bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem var stunginn til bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Kristófer Gajowski, skipuleggjandi bænastundarinnar lýsti því í dag að fregnir af andláti mannsins hafi verið pólska samfélaginu á Íslandi mikið áfall. Pólverjar séu mjög stór hluti af íslensku samfélagi, komnir hingað til lands til að vinna og lifa. Málið varði ekki aðeins pólverja heldur samfélagið allt í heild sinni. Fjöldi Pólverja hefur í dag lýst yfir sorg, reiði og áhyggjum vegna málsins.

5472
04:27

Vinsælt í flokknum Fréttir