Mæla með sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nefndin hefur sent fjármálaráðherra umsögn um greinargerð um fyrirhugaða sölu og í henni er jafnframt lagt til að hver fjárfestir megi að hámarki kaupa þriggja prósenta hlut í bankanum. Meirihluti nefndarinnar mælir eindregið með að undirbúningur á útboði verði hafinn. Fulltrúar minnihlutans í nefndinni skiluðu fjórum sérlátitum þar sem meðal annars er lagt til að ráðist verði í frekari undirbúningsvinnu og beðið með sölu.

33
00:33

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.