Lúðrasveit verkalýðsins skemmti lýðnum

Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur með óhefðbundnu sniði í dag vegna kórónuveirufaraldursins, (LUM) annað árið í röð. Ávörp verkalýðsforingja voru flest rafræn og engar kröfugöngur voru á dagskrá. Lúðrasveit verkalýðsins sat þó ekki auðum höndum heldur þeytti lúðra sína víðsvegar um höfuðborgina í dag. Sveitin kom meðal annars fram við sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni og einnig á Klambratúni, við mikinn fögnuð viðstaddra.

892
00:39

Vinsælt í flokknum Fréttir