Munu geta gripið til svæðisbuundinna aðgerða í Bretlandi

Sóttvarnaaðgerðum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi, verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Boris Johnson forsætisráðherra segir að í stað þeirra verði gripið til svæðisbundinna aðgerða í þremur stigum. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir þróun faraldursins, en búist er við að flest landsvæði muni falla í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða.

11
00:34

Vinsælt í flokknum Fréttir