Seðlabankastjóri býst við að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem þurfi á þeim að halda

Seðlabankastjóri segist búast við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem þurfi á þeim að halda. Í síðustu viku lækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 0,75 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Bankinn hefur verið gagnrýndur fyrir að stór hluti þess fjármagns sem sett var í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkað í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem lent hafa í mesta tekjuáfallinu. Þeirri gagnrýni vísar hann á bug.

70
01:03

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.