Fellibylurinn Hagibis kostað 18 lífið

Japönsk stjórnvöld hafa kallað út á þriðja tug þúsunda hermanna og björgunarfólks, eftir að fellibylurinn Hagibis skall á ströndum landsins með þeim afleiðingum að 18 týndu lífi. Fellibylurinn, sem talinn er vera sá kraftmesti til að lenda á Japan í sextíu ár, náði landi skammt utan höfuðborgarinnar Tókýó í gær. Mikil flóð og aurskriður fylgdu hinum feiknasterka vindi sem bylurinn hafði í för með sér. Minnst 13 manns er enn saknað eftir að ofsaveðrið reið yfir. Styrkur Hagibis fer nú minnkandi og hefur hann að nýju færst á haf út.

3
00:37

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.