Ökumaður sem taldi svínað fyrir sig í umferðinni veittist að öðrum manni í Hafnarfirði á þriðjudag

Ökumaður sem taldi svínað fyrir sig í umferðinni veittist að öðrum manni í Hafnarfirði á þriðjudag. Myndband af árásinni sýnir hvernig maðurinn er dreginn út úr bíl sínum áður en kemur til handalögmála. Lögreglumenn í Hafnarfirði fylgdust með árásinni út um gluggann á kaffistofunni og voru því aðeins örfáar sekúndur að handtaka manninn.

341
01:50

Vinsælt í flokknum Fréttir