Árni Johnsen látinn

Árni Johnsen lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum, 79 ára að aldri. Árni var lengi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og sat samtals á þingi í um tuttugu ár. Árni var blaðamaður á Morgunblaðinu í um tuttugu og fimm ár og skráði síðar viðtalsbækur og bækur um gamanmál þingmanna. Flaggað var í hálfa stöng í Vestmannaeyjum í dag en Árni stjórnaði brekkusöngnum á Þjóðhátíð um árabil og var þjóðsöngurinn þar fastur liður.

242
01:19

Vinsælt í flokknum Fréttir