Árás á íbúðarhús í Kharkiv

Að minnsta kosti sjö létust og tugir eru slasaðir eftir sprengjuárás á íbúðarhús í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gærkvöld. Rússar segja skotmarkið hafa verið "samastað útlenskra málaliða" í borginni en úkraínsk stjórnvöld hafna því og segja árásina grimma atlögu gegn almennum borgurum. Leitað hefur verið að fólki í rústunum í dag og sögðu íbúar að fólk sem hefur flúið aðrar borgir á svæðinu hafi meðal annars verið þar inni.

53
01:07

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.