Gullbylgjan spilar fyrstu plötu Duran Duran í heild

Gullbylgjan heldur upp á afmæli frumraunar Duran Duran með því að hlusta á lögin, heyra sögurnar á bakvið þau og að lokum spilum við hana í heild að kvöldi fimmtudagsins 17. Júní kl. 21:00 Þann 15. júní í ár eru 40 ár síðan hljómsveitin Duran Duran sendi frá sér sína fyrstu plötu, - þessa hvítu. Frumraun Duran Duran er enn í dag talin einn af hornsteinum tónlistarsenunnar á 9. áratugnum. Platan nær hæst í 3. sæti breska sölulistans, en hún átti svo eftir að vera á topp hundrað í alls 118 vikur samfellt. Hún náði platínusölu í árslok 1982. Platan varð einnig gríðarvinsæl hérlendis og átti eftir að hafa mikil áhrif á tíðarandann árin á eftir.

43
00:31

Vinsælt í flokknum Bylgjan