Party Zone & Tommi White

Nýr Party Zone hlaðvarpsþáttur er kominn á öldur netvakans! Í þessum þætti eru um DJ takeover að ræða þar sem enginn annar en Tommi White á sviðið en hann setti saman rúmlega 2 klukkutíma sett sérstaklega fyrir þáttinn. Settið er löðrandi í sumri og Tommi laumar nokkrum klassíkerum inn í settið. Í upphafi þáttarins heyrast tvö ný lög þar af eitt íslenskt og síðan er múmía þáttarins topplag Party Zone listans fyrir nákvæmlega 30 árum síðan eða síðan 4. maí 1991.

776
2:28:16

Vinsælt í flokknum Party Zone

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.