Björn Berg Gunnarsson - Hvað kostar að eiga bíl í raun?

Björn Berg Gunnarsson starfar sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Hann hefur kynnt sér fjármál bíla í þaula . Hvað þýðir það ef maður kaupir sér bíl í kringum tvítugt, hverju fórnum við í staðinn? Það mun að öllum líkum seinka íbúðarkaupum og jafnvel hafa slæm áhrif á mögulegt nám. Peningur sem fer í rekstur og kaup á bíl er svo mikill að þú getur gert mjög mikið fyrir þá peninga. Það kostar nokkur hundruð þúsund á ári að reka bíl auk þess sem bílinn lækkar hratt í verði. < Varðandi rekstrarleigu og leigu þá þarf að reikna dæmið út og bera saman kostnað við kaup á bíl. Með bíl á leigu þá ertu ekki að binda mikla peninga í bílnum heldur er hægt að skila honum. En það eru fleiri valkostir en bara að kaupa bíl það má nýta sér fjölmarga ólíka valkost þegar kemur að samgöngum. Hægt er að leigja bíl í nokkra mánuði, Taka leigubíl, rafmagnshlaupahjól og ganga eða taka strætisvagninn. Eins eru ZIP bílar eða deilibílar spennandi valkostur. Mikilvægast er samt að skoða og spyrja sjálfan sig hversu oft þarf ég nauðsynlega á bíl að halda? Leigubíll er t.d. ekkert mjög dýr ef maður tekur hann sjaldan og ber saman kostnað við að eiga og reka bíl. Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða spjalli. Umsjón: Júlí Heiðar Halldórsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

40
1:07:43

Vinsælt í flokknum Leitin að peningunum